18.6.2008 | 00:11
Var á staðnum - athugasemd
Eftir þetta vakna margar spurning. Í fyrsta lagi hver var upprunaleg áætlun - hvernig átti að ná því að skjóta deyfilyfinu í dýrið þegar okkur var sagt að sá með deyfibyssuna þyrfti að komast í minnst 30m fjarlægð. Ef hann þurfti að gera það úr bíl sem var ekið um ójafnt landslag -við hvaða aðstæður átti björninn að vera kyrr og þeir að ná því að skjóta þessu í hann? Ef hann stefndi í sjóinn af hverju þýddi það að það þyrfti að skjóta hann? Hefði ekki mátt fylgjast með honum - þyrla og varðskip var á staðnum?
Ísbjörninn að Hrauni dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2008 | 08:39
ísbjörninn á Skaga
Mikið gott mál að verið er að reyna að bjarga þessum íbirni. Ekki bara gott fyrir þessa dýrategund sem er jú í útrýmingarhættu en vonandi verður þetta byrjunin og framlag Íslands til að vinna að verndun þessa dýrs. Ég mundi gjarnan vilja sjá samstarfsnefnd milli þeirra landa þar sem ísbirnir eru eða geta komið til. Ég hef mikið fylgst með ísbjörnum á undanförnum 8 árum og hafði ég heyrt fyrir nokkru að vegna breytinga í umhverfinu mundu þeir fara á flakk. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er áhugaverður þáttur á BBC radio4 Natural History World on the move frá 22.04 sem hægt er að nálgast á vefnum.
Það er hinsvegar alveg út í hött að ætla að fara að setja ísbjörninn í dýragarð. Ísbirnir vegna eiginleika þeirra að flakka eða ferðast um (þeir ferðast um mörg hundruð kílómetra) eru alls ekki heppileg dýr í dýragarðinn. Það er einfaldlega ekki til það rými sem er nógu stórt fyrir þá. Algengt er að ísbirnir sem eru í dýragörðum verði brjálaðir. Einkenni lýsa sér m.a. í að þeir vagga sér fram og aftur og hrista hausinn í sífellu. Í Bretlandi en þar vann ég verk með ísbirni þar hafa margir verið svæfðir vegna þessa. Má meðal annars nefna 2 ísbirni sem voru í Bristol dýragarðinum og svo í dýragarðinum í Belfast og í Edinborg svo eitthvað sé nefnt.
Ísbjörninn enn í æðarvarpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bryndís H Snæbjörnsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar