ķsbjörninn į Skaga

Mikiš gott mįl aš veriš er aš reyna aš bjarga žessum ķbirni. Ekki bara gott fyrir žessa dżrategund sem er jś ķ śtrżmingarhęttu en vonandi veršur žetta byrjunin og framlag Ķslands til aš vinna aš verndun žessa dżrs. Ég mundi gjarnan vilja sjį samstarfsnefnd milli žeirra landa žar sem ķsbirnir eru eša geta komiš til. Ég hef mikiš fylgst meš ķsbjörnum į undanförnum 8 įrum og hafši ég heyrt fyrir nokkru aš vegna breytinga ķ umhverfinu mundu žeir fara į flakk. Fyrir žį sem hafa įhuga žį er įhugaveršur žįttur į BBC radio4 Natural History World on the move frį 22.04 sem hęgt er aš nįlgast į vefnum.

Žaš er hinsvegar alveg śt ķ hött aš ętla aš fara aš setja ķsbjörninn ķ dżragarš. Ķsbirnir vegna eiginleika žeirra aš flakka eša feršast um (žeir feršast um mörg hundruš kķlómetra) eru alls ekki heppileg dżr ķ dżragaršinn. Žaš er einfaldlega ekki til žaš rżmi sem er nógu stórt fyrir žį. Algengt er aš ķsbirnir sem eru ķ dżragöršum verši brjįlašir. Einkenni lżsa sér m.a. ķ aš žeir vagga sér fram og aftur og hrista hausinn ķ sķfellu. Ķ Bretlandi en žar vann ég verk meš ķsbirni žar hafa margir veriš svęfšir vegna žessa. Mį mešal annars nefna 2 ķsbirni sem voru ķ Bristol dżragaršinum og svo ķ dżragaršinum ķ Belfast og ķ Edinborg svo eitthvaš sé nefnt.


mbl.is Ķsbjörninn enn ķ ęšarvarpinu
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Bryndís H Snæbjörnsdóttir

Höfundur

Bryndís H Snæbjörnsdóttir
Bryndís H Snæbjörnsdóttir
Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband